Calvin Klein í Mílanó leitar að hvítum smóking handa Bubba

„Þetta er Calvin Klein-smóking og hann er hrikalega fallegur," segir Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri GK, um klæðnað Bubba Morthens á stórtónleikum í Laugardalshöll fjórða og fimmta janúar á næsta ári. Bubbi kemur þar fram ásamt Stórsveit Reykjavíkur og flytur lög sín í breyttum útsetningum Þóris Baldurssonar.

Arnar Gauti segir að Bubbi muni klæðast svörtum smóking, ef hvítur finnst ekki í Mílanó. „Sölustjóri Calvin Klein í Mílanó er að reyna að útvega Bubba hvítan smóking fyrir áramótin," segir Arnar. „Til þess að gera það þarf hann að finna hann í búðunum sínum í Mílanó. Hann verður í svörtum efhvítur finnst ekki."

Arnar er bjartsýnn á að Bubbi verði stórglæsilegur ísmóking. „Hann verður rosalega flottur í smóking. Þetta er ekki klassískur brúðkaupssmóking, hann er mjög aðsniðinn og flottur."

Bubbi Morthens veltir fyrir sér hvort hann eigi að stefna á að fara í hvítan smóking, eða hvort hann eigi að fara út í aðrar útfærslur. „Við skulum sjá hvort það verður hvítt alla leið, eða með einhverju svörtu. KR-litirnir eru auðvitað í miklu uppáhaldi hjá mér," segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir