„Þetta er Calvin Klein-smóking og hann er hrikalega fallegur," segir Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri GK, um klæðnað Bubba Morthens á stórtónleikum í Laugardalshöll fjórða og fimmta janúar á næsta ári. Bubbi kemur þar fram ásamt Stórsveit Reykjavíkur og flytur lög sín í breyttum útsetningum Þóris Baldurssonar.
Arnar Gauti segir að Bubbi muni klæðast svörtum smóking, ef hvítur finnst ekki í Mílanó. „Sölustjóri Calvin Klein í Mílanó er að reyna að útvega Bubba hvítan smóking fyrir áramótin," segir Arnar. „Til þess að gera það þarf hann að finna hann í búðunum sínum í Mílanó. Hann verður í svörtum efhvítur finnst ekki."
Arnar er bjartsýnn á að Bubbi verði stórglæsilegur ísmóking. „Hann verður rosalega flottur í smóking. Þetta er ekki klassískur brúðkaupssmóking, hann er mjög aðsniðinn og flottur."
Bubbi Morthens veltir fyrir sér hvort hann eigi að stefna á að fara í hvítan smóking, eða hvort hann eigi að fara út í aðrar útfærslur. „Við skulum sjá hvort það verður hvítt alla leið, eða með einhverju svörtu. KR-litirnir eru auðvitað í miklu uppáhaldi hjá mér," segir hann.