Ljótu hálfvitarnir gefa þjóðinni jólalag

Ljótu hálfvitarnir.
Ljótu hálfvitarnir. mbl.is/Eggert

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir hefur tekið upp jólalag sem þeir kalla Afslöppuð jól. Hefur sveitin ákveðið að færa þjóðinni það að gjöf og segir að það sé gert í tilefni af því að nú fari í hönd sá árstími þegar gjafir eru hvað algengastar.

Lag og texti eru eftir erkihálfvitann Odd Bjarna Þorkelsson og fjalla um það hvernig láta má stress og áhyggjur, sem gjarna eru fylgifiskur jólanna, fara alveg fram hjá sér og slappa þess í stað af í vernduðu umhverfi þar sem stjanað er við mann á kostnað skattborgaranna í gefandi félagsskap við litríka einstaklinga af öllu tagi.

Lagið geta landsmenn nálgast á heimasíðu Ljótu hálfvitanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir