Arthur C. Clarke á þrjár óskir

Clarke sker afmælistertuna sína í dag.
Clarke sker afmælistertuna sína í dag. AP

Breski vísindaskáldsagnahöfundurinn Arthur C. Clarke lagði fram þrjár óskir á níræðisafmælinu sínu, sem hann hélt upp á í Colombo á Sri Lanka, þar sem hann býr. Að mannkynið nýti hreinni orkuauðlindir, friður komist á á Sri Lanka og vísbendingar finnist um líf á öðrum hnöttum.

„Ég hef alltaf verið sannfærður um að við séum ekki ein í alheiminum,“ sagði Clarke, sem líklega er þekktastur fyrir skáldsöguna 2001: A Space Odyssey, sem Stanley Kubrick gerði ódauðlega í kvikmynd.

Nokkrir vísindamenn, geimfarar og embættismenn komu saman í Colombo í dag til að fagna afmæli Clarkes. Í ávarpi sem hann flutti sagði hann að mannkynið biði þess að verur á öðrum hnöttum „hafi samband við okkur eða gefi okkur merki. Við getum engan veginn vitað hvenær þetta kann að gerast. Ég vona að það verði fyrr en síðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson