Írski söngvarinn Chris de Burgh verður að öllum líkindum fyrsti vestræni tónlistarmaðurinn sem fær að koma fram í Íran frá því að íslamska byltingin var gerð í landinu 1979, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir framkvæmdastjóri írönsku popphljómsveitarinnar Arian.
Yfirvöld í Teheran hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanir um að de Burgh komi fram á tónleikum með Arian, en fyrir skömmu tók hann upp lagið „The Words I Love You“ með sveitinni.
Vestrænir popptónlistartextar eru bannaðir í Íran, en útvarpsstöðvar spila öðru hvoru vestræna popptónlist án söngtexta. Í síðasta mánuði tilkynntu stjórnvöld að hafin yrði herferð gegn rapptónlist, sem þau telji svívirðilega.