Kanadíska söngkonan Celine Dion hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas á laugardagskvöldið en söngkonan hefur skemmt í Caesar's Palace í tæp fimm ár. Alls hefur Dion komið fram í 717 skipti frá því í mars 2003 og hefur halað inn ríflega 400 milljónir dala á tónleikahaldinu, samkvæmt frétt BBC.
Dion, sem meðal annars hefur átt smellina My Heart Will Go On og I'm Your Angel, ætlar í tónleikaferð um heiminn á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Jóhannesarborg í Suður-Afríku þann 14. febrúar næstkomandi.
Grínistinn og söngkonan, Bette Midler, mun taka upp þráðinn í Caesar's Palace með sýningu sem nefnist The Showgirl Must Go On.