Embættismenn í New York velta því nú fyrir sér hvers vegna 37 ára gamall gluggaþvottamaður lifði af fall af 47. hæð skýjakljúfs í borginni eftir að vinnupallur, sem hann var á, brotnaði.
Telja þeir líklegustu skýringuna þá, að maðurinn hafi haldið dauðahaldi í hluta af vinnupallinum, sem hafi virkað eins og einskonar brimbretti í loftinu.
Alcides Moreno, sem er 37 ára, er í lífshættu á sjúkrahúsi en hann hlaut mikla áverka. Yngri bróðir hans lést í slysinu.