Ólöf Arnalds fær góða dóma erlendis

Ólöf Arnalds fær góða dóma í Evrópu fyrir plötu sína, …
Ólöf Arnalds fær góða dóma í Evrópu fyrir plötu sína, Við og við. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Söngkonan Ólöf Arnalds hefur fengið góða dóma í erlendu pressunni fyrir plötu sína Við og við sem kom út í Evrópu í haust. 

Danir eru sérstaklega hrifnir af plötunni og hefur umfjöllun birst í öllum stærstu tónlistarblöðum í Danmörku. 

Soundvenue tímaritið segir tónlistina „sanna og snerti mann djúpt".  Undertoner segir plötuna mjög sterka og gefur henni 4,5 af 6.

Svíum líkar einnig við söngkonuna en Sonic, eitt helsta tímarit Svía valdi lag eftir Ólöfu á mánaðarlegan geisladisk sinn og segir frumraun hennar „áhrifamikla og sé góð sönnun um að líf sé í söngvaskáldsgeiranum".

Þýska síðan Nordische Musik sem fjallar mikið um íslenska tónlist segir diskinn „dásamlegan og einstaka frumraun", og gefur disknum 5 af 6 í einkunn

Franski vefmiðillinn Millefeuille segir diskinn velkominn í heim klassískrar 
þjóðlagatónlistar og að hann sé „undursamlega fagur".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir