Englandsdrottning eignast áttunda barnabarnið

Játvarður og Sophie, með dóttur sína nýfædda fyrir fjórum árum.
Játvarður og Sophie, með dóttur sína nýfædda fyrir fjórum árum.

Elísabet Englandsdrottning eignaðist sitt áttunda barnabarn er Játvarður, hertogi af Wessex,  yngsti sonur hennar og eiginkona hans Sophie eignuðust son í nótt. Drengurinn var tekin með keisaraskurði en honum hefur enn ekki verið valið nafn. Fyrir eiga hertogahjónin fjögurra ára dóttur, lafði Louise Windsor. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. 

Buckingham-höll tilkynnti um fæðinguna í morgun og sagði drottninguna og eiginmann hennar himinlifandi. Játvarður sagði við blaðamenn fyrir utan sjúkrahúsið I morgun að það hefði verið stórkostlegt að vera viðstaddur fæðinguna og að eiginkonu hans og syni heilsaðist vel.

Játvarður sagði einnig í morgun að þau hjónin telji að foreldrar verði aðeins að kynnast börnum sínum áður en þeir velji þeim nöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar