Marta Lovísa Noregsprinsessa las erótísk ævintýri fyrir starfsfólk kynningarfyrirtækisins Gyro á jólaskemmtun fyrir fullorðna um helgina, að því er norskir fjölmiðlar herma. Framkvæmdastjóri prinsessunnar vildi ekki láta uppi hversu mikið hún hafi fengið greitt fyrir lesturinn.
Hann útilokaði ekki heldur að prinsessan væri reiðubúinn að mæta á skemmtanir hjá öðrum fyrirtækjum. Allar fyrirspurnir þar að lútandi yrðu vegna og metnar, svo fremi sem þær samræmdust menningarkynningarhlutverki prinsessunnar.
Aftenposten hefur eftir kynningarfulltrúanum Ole Christian Apeland að upplesturinn benti til að Marta Lovísa liti fyrst og fremst á sig sem kaupsýslukonu, en ekki meðlim konungsfjölskyldunnar. Hann kvaðst telja að hún gæti rukkað um 30.000 norskar krónur fyrir upplestur.