Spears: Mæli ekki með kynlífi fyrir hjónaband

Jamie Lynn Spears, sextán ára systir söngkonunnar Britney Spears, hefur ráðlagt ungum aðdáendum sínum að fresta því að stund kynlíf þar til þeir hafa gengið í hjónaband. „Mér  finnst fólk alls ekki eiga að stunda kynlíf fyrir hjónaband,” segir hún. „Það er betra að bíða. Ég get hins vegar ekki dæmt neinn vegna þeirrar aðstöðu sem ég hef komið mér í,” segir hún. 

Jamie Lynn, sem á von á barni, segir að hún og verðandi barnsfaðir hennar Casey Aldridge hafa fengið áfall þegar þau komust að því að þau ættu von á barni. „Það var okkur báðum áfall. Það kom algerlega á óvart,” segir hún í viðtali við bandaríska tímaritið OK!   

Spears, sem leikið hefur hlutverk í sjónvarpsþættinum  'Zoey 101' segist vera komin tólf vikur á leið og að hún hafi haldið fréttunum út af fyrir sig á meðan hún var að átta sig á hlutunum.

„Það liðu tvær vikur áður en ég sagði nokkrum frá þessu.  Það vissi það enginn nema einn vinur minn, enda þurfti ég að gera það upp við sjálfa mig hvað mér þætti rétt að gera áður en ég léti skoðanir annarra hafa áhrif á mig. Eftir það sagði ég foreldrum mínum og vinum frá þessu. Ég var hrædd en ég varð að gera það sem mér fannst rétt. Mömmu var mjög brugðið þar sem þetta var alls ekki eitthvað sem hún átti von á. Hún þurfti viku til að jafna sig og síðan hefur hún sýnt mér mikinn stuðning.” 

Lynne, móðir Spear-systra, hefur í kjölfar fréttanna hætt við útgáfu bókar sem hún hefur skrifað um uppeldi Jamie Lynn en hún skrifaði samsvarandi bók er Britney var unglingur. „Ég trúði þessu ekki þar sem Jamie Lynn hefur alltaf verið svo samviskusöm,” segir hún. Hún brýtur aldrei útgöngubann. Ég fékk áfall. Ég meina þetta er litla sextán ára barnið mitt."

Eldri dóttir Lynne, Britney, missti nýlega forræði yfir tveimur ungum sonum sínum vegna gruns um drykkju og lyfjaneyslu. Hún vísaði því á bug að systir hennar ætti von á barni er fréttin var borin undir hana í gærkvöldi.

Það vakti á sínum tíma mikla athygli er Britney lýsti því yfir sem unglingur að hún væri staðráðin í að stunda ekki kynlíf fyrr en eftir að hún gengi í hjónaband.  

Systurnar Jamie Lynn og Britney Spears
Systurnar Jamie Lynn og Britney Spears reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar