Andi jólanna endurskoðaður

Frá Vendome-torgini í París.
Frá Vendome-torgini í París. AP

Miklar breytingar hafa orðið á jólahaldi Dana á undanförnum árum. Sífellt fleiri Danir velja að halda jól með óhefðbundnum hætti og er ástæðan m.a. sögð sú að jólin séu ekki lengur sá hápunktur hátíðar og veisluhalda sem þau hafi verið áður fyrr. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Bent er á að jólahaldið standi nú meira og minna yfir í allan desember og því finnist fólki það ekki missa af jólunum þótt það fari í burtu eða velji að gera eitthvað annað yfir sjálfa hátíðina.

Fram kemur í blaðinu Kristeligt Dagblad að það sé vinsæl nýjung að sækja námskeið yfir jólin. Þá bjóði nú mun fleiri en áður sig fram til sjálfboðaliðastarfa. Aðrir velji hins vegar að endurnæra sig einir með sjálfum sér og enn aðrir sæki í sólina í suðlægum löndum.

Else Marie Kofod, sérfræðingur í jólasiðum þjóðfræðistofnunarinnar Dansk Folkemindesamling, segir aðra ástæðu vera þá að fólk sé farið að endurskoða merkingu jólanna. Nú til dags hafi flestir efni á að kaupa sér og gefa sínum nánustu það sem þeir hafi þörf fyrir og því hafi hefðbundnar gjafir t.d. misst merkingu sína. Fólk leiti því annarra leiða til að finna og túlka anda jólanna

Samkvæmt heimildum blaðsins munu 1.000 Danir sækja námskeið yfir jóladagana. Þá munu 40.000 Danir halda jól á fjarlægum og framandi slóðum en 25% aukning hefur orðið á sölu ævintýraferða um jól frá því fyrir þremur til fjórum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar