Mars og Snickers ekki lengur fyrir grænmetisætur

Grænmetisætur verða á næsta ári að snúa sér að öðrum …
Grænmetisætur verða á næsta ári að snúa sér að öðrum mat en súkkulaði frá Masterfood Reuters

Grænmetisætur geta senn ekki lengur gætt sér á Mars, Snickers, Maltesers eða Twix, súkkulaði en framleiðandinn Masterfoods hyggst nota ostahleypi sem unninn er úr kálfamögum við framleiðslu súkkulaðsins.

Samtök grænmetisæta hafa þrýst mjög á að hætt verði við að breyta framleiðslunni og stóð það til um tíma. Masterfoods ætlar hins vegar ekki að beygja sig fyrir þessum fámenna en háværa hópi og mun allt súkkulaði sem fyrirtækið framleiðir frá og með 1. maí á næsta ári innihalda mysu sem gerð er með fyrrgreindum ostahleypi.

Paul Goalby, talsmaður Masterfoods, segir í viðtali við fréttavef BBC  að viðskiptavinir sem séu mjög strangar grænmetisætur geti því miður ekki notið framleiðslunnar lengur en að „síður strangar grænmetisætur" ættu að geta notið" súkkulaðisins.

Í yfirlýsingu frá samtökum breskra grænmetisæta er ákvörðunin hörmuð og segir að á tímum þar sem neytendur séu mjög meðvitaðir um uppruna matar þá sé ákvörðunin skref aftur á bak.

„Mars súkkulaði er afar vinsælt meðal ungs fólks og margir verða eflaust hneykslaðir er þeir komast að því að varan innniheldur nú ostahleypi sem unninn er úr magaveggjum ungra kálfa."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar