Stjörnupar í hnapphelduna

Jay Z og Beyoncé Knowles eru bæði gríðarlega vinsælir tónlistarmenn, …
Jay Z og Beyoncé Knowles eru bæði gríðarlega vinsælir tónlistarmenn, og hafa útlitið með sér í þokkabót.

Sú saga gengur nú fjöllum hærra að ofur-stjörnuparið Beyoncé Knowles og Jay-Z sé gengið í hnapphelduna. Eftir því sem næst verður komist fór athöfnin fram í París í Frakklandi en í stað hefðbundinna giftingarhringa létu hjónin húðflúra persónuleg tákn á baugfingur.

Haft er eftir heimildarmanni að athöfnin hafi verið á afar lágstemmdum nótum enda ekki oft sem þau Beyoncé og Jay-Z fá tækifæri til að njóta hljóðlátra samverustunda.

„Þau vildu umfram allt hafa litla og hljóðláta athöfn og þeim fannst húðflúrin vera góð hugmynd,“ sagði sá hinn sami. Áður hafði sú saga komist á kreik að Jay-Z hefði beðið um hönd Beyoncé í fríi sem parið tók sér í Cannes í lok maí á þessu ári. Í kjölfarið var haft eftir Beyoncé, sem er 26 ára gömul, að hún óskaði sér að geta einn daginn gifst og eignast þrjú börn, tvo pilta og eina stúlku.

Fyrr í þessum mánuði fögnuðu hjónakornin 38 ára afmæli Jay-Z með því að sækja erótíska kabarettsýningu í Parísarklúbbnum Le Crazy Horse Paris. Samband Jay-Z og Beyoncé hófst árið 2002 þegar þau unnu saman að laginu „'03 Bonnie and Clyde“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar