Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að hinn þekkti söngleikur Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice, Jesus Christ Superstar, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins er ásóknin í miða gríðarleg og allt að 250 miðar eru seldir á degi hverjum uppi í Borgarleikhúsi.
Fyrstu 10 sýningarnar eru þá uppseldar sem þýðir að þeir sem eru að vakna úr rotinu í dag verða að bíða fram í miðjan janúar til að geta séð Krumma í Mínus fara með hlutverk frelsarans syngjandi.