Phil Spector gagnrýnir Tinu Turner

Phil Spector aflar sér varla frekari vinsælda með orðum sínum …
Phil Spector aflar sér varla frekari vinsælda með orðum sínum um söngkonuna Tinu Turner AP

Upptökustjórinn Phil Spector var harðorður í garð söngkonunnar Tinu Turner við jarðarför Ike Turner, fyrrum eiginmanns söngkonunnar síðastliðinn föstudag. Ike lést þann 12. desember en við útförina lét Spector m.a. þau orð falla að ferill Tinu allur væri Ike að þakka.

,,Ike gerði Tinu að þeim gimsteini sem hún var. Þegar ég sá Ike spila á [tónleikastaðnum] Cinegrill á tíunda áratugnum voru a.m.k. fimm Tina Turne á sviðinu það kvöld, og hver þeirra sem er hefði getað orðið að Tinu Turner."

Þá gagnrýndi Spector ævisögu Tinu Turner og sagði hana illa skrifað rusl sem Oprah Winfrey hefði hafið til skýjanna af þeirri ástæðu einni að hún héldi mikið upp á Tinu. Kvikmyndina ,,What's Love Got to Do With It" sagði Spector vera rusl.

Spector, sem var einn virtasti upptökustjóri heims á árum áður, vann með Ike og Tinu Turner meðan þau voru par og hljóðritaði með þeim lagið ,,River Deep, Mountain High". Spector hefur heldur betur fatast flugið síðan á þeim árum, og er nú helst þekktur fyrir að vera sakaður um að myrða leikkonuna Lönu Clarkson en fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldum í því máli.

Tina Turner mætti ekki í jarðarför fyrrum eiginmanns síns enda voru litlir kærleikar með þeim. Hún sakaði Ike um að hafa beitt sig ofbeldi og niðurlægingum meðan þau unnu og bjuggu saman. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir