Kanadíski jasspíanistinn Oscar Peterson lést í Toronto í Kanada í gær, 82 ára að aldri. Peterson lék með mörgum þekktustu jasstónlistarmönnum heims, þar á meðal Ellu Fitzgerald, Count Basie og Dizzy Gillespie.
Peterson lék m.a. á Listahátíð í Reykjavík árið 1978 ásamt danska bassaleikaranum Niels Henning Ørsted Pedersen.