Robbie Williams eyðir jólunum með heimilislausum

Reuters

Söngvarinn Robbie Williams ætlar að eyða jólunum í mötuneyti fyrir heimilislausa í Los Angeles. Williams verður með ausuna á lofti í kvöld, á jóladag og annan í jólum og ætlar að syngja nokkur jólalög þegar borðhaldinu er lokið.

Union Rescue mötuneytið er svokallað súpueldhús og það stærsta í Bandaríkjunum. Robbie heimsótti það fyrir nokkru og heillaðist af starfseminni þar.

Fastagestirnir hafa fæstir hugmynd um það hver Robbie Williams er, en mikil eftirvænting er þó í loftinu þar sem þeim hefur verið sagt að hann sé þekkt poppstjarna í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir