Sarkozy og Bruni saman til Egyptalands

Carla Bruni og Nicolas Sarkozy á svölum Vetrarhallarinnar í Luxor.
Carla Bruni og Nicolas Sarkozy á svölum Vetrarhallarinnar í Luxor. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hélt í dag til egypsku borgarinnar Luxor í einkaþotu ásamt söngkonunni Carla Bruni en fjölmiðlar í Frakklandi og víðar hafa að undanförnu birt fréttir um samband þeirra. Ætla þau Sarkozy og Bruni að verja jólunum á bökkum Nílarfljóts.

Franski milljarðamæringurinn Vincent Bollore útvegaði flugvélina, sem flaug með Sarkozy, Brui og 9 aðra til Luxor. Þar ætlar forsetinn að slaka á áður en opinber heimsókn hans til Egyptalands hefst 30. desember.

Hópurinn fór um borð í flugvélina í París til að forðast linsur ljósmyndara. Í Luxor er hins vegar stór hópur ljósmyndara og vonast til að ná myndum af parinu, hugsanlega á siglingu á Níl við sólarlag.

Egypskar öryggissveitir hafa talverðan viðbúnað í Luxor. Franskur blaðamaður og myndatökumaður voru handteknir í nótt þegar þeir reyndu að taka myndir í Vetrarhöllinni, lúxushótelinu þar sem Sarkozy og Bruni dvelja.

Sarkozy og Bruni við komuna til Luxorflugvallar.
Sarkozy og Bruni við komuna til Luxorflugvallar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar