Áramóraheitin ekkert sniðug

Mynd Picasso Francoise Gillot.
Mynd Picasso Francoise Gillot. Reuters

Danskur ráðgjafi í streitustjórnun ráðleggur fólki að sleppa því að strengja ármótaheit þar sem það auki einungis á það álag sem fólk sé undir í nútímasamfélagi. Þá segir hann að áramótheit geti haft þveröfug áhrif þar sem streitan sem þau valdi geri það einungis að verkum að fólk hafi minni stjórn á sjálfu sér og aðstæðum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Okkur mannfólkinu líður best þegar við gerum hlutina af gömlum vana. Við finnum öryggið í því sem við þekkjum. Þegar við gerum hlutina af vana nægir okkur að heilar okkar starfi á hvíldarhraða og það sparar orku sem síðan er hægt að nota til skemmtilegra hluta eins og frumkvæðis og sköpunar. Þegar við erum illa upp lögð, þreytt eða undir álagi leitum við oft í gömlu góðu ávanana okkar hvort sem þeir eru jákvæðir eða neikvæðir. Það er því mikilvægt að við breytum ekki of miklu í hversdagsleika okkar á sama tíma, viljum við gera breytingarnar varanlegar, segir sérfræðingurinn Mads Qwist, sem er aðalráðgjafi samtakanna StressEksperterne.

Þá segir hann janúar-mánuð vera sérlega slæman tíma til breytinga á daglegum venjum. „Tíminn strax eftir áramótin getur verið sérlega óhentugur til að setja sjálfum sér ný og  krefjandi markmið. Það vinnur allt gegn því, myrkrið, kuldinn og kvefpestirnar,” segir hann og bætir því við að merkjanlegur munur sé á fjölda þeirra sem þjáist af streitu í janúar og í öðrum mánuðum  ársins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka