Hljómsveitin Radiohead mun flytja lög af nýju plötunni sinni In Rainbows á netvarpi á gamlárskvöld.
Tónleikarnir sem verða teknir upp fyrirfram verða klukkutímalangir og sýndir á vefvarpi, og í bandarísku og bresku sjónvarpi á gamlárskvöld.
Tónleikarnir verða sýndir á vefsíðunum www.current.com og www.radiohead.tv . Á vefsíðu hljómsveitarinnar verða þeir sýndir á miðnætti að íslenskum tíma.
Radiohead fluttu einnig tónleika á netinu í nóvember þegar hljómsveitin tók m.a. lög eftir The Smiths, Björk og New Order.
Nýi diskur Radiohead verður fáanlegur í verslunum í næstu viku en hann var fyrst fáanlegur á netinu þar sem hægt var að hala honum niður gegn frjálsri greiðslu.