Radioheadtónleikar á netinu á gamlárskvöld

Thom Yorke söngvari Radiohead.
Thom Yorke söngvari Radiohead. AP

Hljómsveitin Radiohead mun flytja lög af nýju plötunni sinni In Rainbows á netvarpi á gamlárskvöld.

Tónleikarnir sem verða teknir upp fyrirfram verða klukkutímalangir og sýndir á vefvarpi, og í bandarísku og bresku sjónvarpi á gamlárskvöld.

Tónleikarnir verða sýndir á vefsíðunum www.current.com og www.radiohead.tv .  Á vefsíðu hljómsveitarinnar verða þeir sýndir á miðnætti að íslenskum tíma.

Radiohead fluttu einnig tónleika á netinu í nóvember þegar hljómsveitin tók m.a. lög eftir The Smiths, Björk og New Order.   

Nýi diskur Radiohead verður fáanlegur í verslunum í næstu viku en hann var fyrst fáanlegur á netinu þar sem hægt var að hala honum niður gegn frjálsri greiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson