Tarantino á klakanum

Quentin Tarantino.
Quentin Tarantino. Reuters

Bandarísku leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth eru staddir hér á landi, en þeir eru hér í viku og hyggjast verja áramótunum á Íslandi, en þeir höfðu það notalegt á baðstofunni í Laugum í dag ásamt vini þeirra Eyþóri Guðjónssyni. Þar voru m.a. atriði í kvikmynd Roths, Hostel, tekin.

Tarantino, sem hefur áður varið áramótunum hér á landi, hefur lýst í fjölmiðlum að hann hafi verið mjög hrifinn af því hvernig Íslendingar haldi upp á áramótin.

Frægt er orðið þegar haft var eftir honum að hann hafi haft gaman af því að drekka alla nóttina á bar fullum af ofurfyrirsætum.

Þeir Roth og Tarantino segjast ekki vera búnir að ákveða hvað þeir muni gera um áramótin, en Roth kveðst vera ánægður með að vera kominn aftur til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar