Fegursti femínistinn valinn

Ómar og femínistarnir.
Ómar og femínistarnir.

Almannatengillinn og bloggarinn Ómar R. Valdimarsson stendur fyrir kosningu á bloggi sínu um þessar mundir þar sem netverjar geta valið sætasta femínistann. Þegar þetta er ritað hafa yfir 600 manns tekið þátt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir hefur tekið nokkuð örugga forystu með 37,6 % atkvæða, þegar þetta er ritað. „Mér er nú eiginlega bara alveg sama," segir Katrín Anna, aðspurð um hvað henni finnist um uppátækið. „En ætli ég brosi ekki í gegnum tárin ef ég vinn," segir Katrín og hlær. „Annars hlakka ég mest til þess að fá hjálp við gerð ferilskrárinnar," bætir Katrín við og vísar til verðlaunanna frá Ómari, sem lofar verðlaunahöfunum í þremur efstu sætunum hjálp við gerð ferilskrár, svo þær komist að sem flugfreyjur eða fóstrur.

„Ef fólk hefur ekkert þarfara við tímann að gera en að skrifa svona blogg, þá er það bara þeirra mál," segir Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður, sem er neðst í kjörinu.

„Ég held að það hljóti nú allir að sjá, að þetta er nú bara góðlátlegt grín," segir stríðnispúkinn Ómar R. Valdimarsson. „Ég trúi ekki að þær séu svo heitar í baráttunni að þær hafi týnt öllu skopskyni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach