Kvikmyndafortíðin varðveitt til framtíðar

Michael J. Fox í hlutverki sínu sem tímaflakkarinn Marty McFly …
Michael J. Fox í hlutverki sínu sem tímaflakkarinn Marty McFly í kvikmyndinni Back to the Future.

Kvikmyndirnar Back to the Future og Close Encounters of the Third Kind eru á meðal kvikmynda sem hafa verið valdar til varðveislu í bókasafni bandaríska þingsins. 

Á hverju ári eru 25 kvikmyndir valdar til varðveislu samkvæmt verkefni sem ber yfirskriftina „National Film Registry“. Verkefninu er ætlaða að vernda  kvikmyndaarf landsins og velja til varðveislu kvikmyndir sem teljast vera þjóðargersemar.

Kvikmyndirnar 12 Angry Men, söngleikurinn Oklahoma! og Bullit, með Steve McQueen í aðalhlutverki, eru einnig á meðal þeirra mynda sem hafa verið valdar. Fram kemur á fréttavef BBC að kvikmynd Kevins Kostners, Dances With Wolves, sé nýlegasta myndin sem bætist í safnið, en hún er frá árinu 1990.

Elsta myndin er hinsvegar Tol'able David frá árinu 1921.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir