Dómari hefur úrskurðað að átta ára dóttir söngkonunnar Mel B megi ferðast með móður sinni á meðan á hljómleikaferðalagi sönghópsins Kryddpíanna stendur en faðir stúlkunnar Jimmy Gulzar hafði lagst gegn því þar sem það raskar fyrirfram ákveðinni umgengi hans við hana.
Dómarinn Robert Schnider, segir í úrskurði sínum að allar líkur séu á því að ferðalagið verði dásamleg upplifun fyrir stúlkuna Phoenix Chi og að hún megi því sleppa fyrirfram ákveðnum janúarfundi sínum með föður sínum.