Kvenlegar og fágaðar um áramót

Nokkur dæmi um áramótaklæðnað.
Nokkur dæmi um áramótaklæðnað.

„Blúndan kemur sterk inn í ár og allt í svörtu. Ég er líka ofsalega hrifin af hvíta litnum og eins finnst mér flott að blanda saman svörtu og off-white," segir Inga Rósa Harðardóttir, rekstrarstjóri NTC, aðspurð um helstu áherslurnar í áramótadressinu þetta árið.

Að hennar mati eru fágaðar línur í fyrirrúmi auk þess sem kvenlegheitin eru allsráðandi.

„Við eigum allar að vera ofboðslega elegant, kvenlegar og fallegar á gamlárskvöld. Sjálfa langar mig helst að vera í dragtarbuxum og einhverjum fallegum topp við. Ég hef gaman af svolítið rokkuðum tónum í bland við þetta kvenlega sem er í gangi og svo geta flottar metallic-leggings gert mikið, en þær hafa verið áberandi upp á síðkastið. En það verður að passa sig á því að vera bara í basic sokkabuxum eða leggings ef það er mikið um blúndur, pallíettur eða skraut í fötunum svo að við ofgerum ekki dressinu," segir Inga Rósa og bætir því við að aukahlutirnir setji að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach