Ungfrú Frakkland heldur titlinum

Valerie Begue í bikiní í keppninni um ungfrú Frakkland.
Valerie Begue í bikiní í keppninni um ungfrú Frakkland. Reuters

Valerie Begue, 22 ára stúlka frá eyjunni Reunion, heldur titlinum ungfrú Frakkland, sem hún hreppti í byrjun desember. Hún fær hins vegar ekki að taka þátt í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum fyrir hönd landsins. Ástæðan er að „vafasamar" myndir birtust af henni í tímariti eftir að keppnin var haldin.

Talið er að 9 milljónir manna hafi fylgst með fegurðarsamkeppninni Ungfrú Frakkland þann 8. desember og flestir voru ánægðir með sigurvegarann - þar til tímarit birti myndir af ungfrúnni þar sem hún lá fáklædd á krossi og lapti mjólk ögrandi á svip.

Reglur keppninnar kveða á um, að keppendur megi ekki koma fram á nektarmyndum eða láta mynda sig í ögrandi stellingum.  Genevieve de Fontenay, framkvæmdastjóri keppninnar, sagði að líklega yrði Begue svipt titlinum vegna myndanna.

En Valerie Begue mótmælti, sagði að myndirnar væru þriggja ára gamlar og hefðu birst án hennar samþykkis. Þá flæddu mótmæli frá almenningi yfir keppnisstjórnina, einkum þó frá Reunion þar sem menn standa með sinni konu.

Ýmsir málsmetandi menn í Frakklandi blönduðu sér í deiluna, þar á meðal biskupinn í Saint-Denis de la Reunion, sem sagði að myndirnar væru ungæðisleg mistök. Þá lýsti ráðherra í frönsku ríkisstjórninni yfir stuðningi við  Begue.

Nú hefur keppnisstjórnin játað sig sigraða. „Við töldum, að fyrst hún var kjörin fyrir framan 9 milljónir manna, sem aldrei höfðu séð þessar myndir, þá gætum við ekki tekið af henni titilinn," sagði Genevieve de Fontenay á blaðamannafundi í París.

Valerie Begue fær þó ekki að keppa í fegurðarsamkeppnunum Ungfrú heimur og Ungfrú alheimur vegna myndanna. Þess í stað senda Frakkar ungfrú Nýju-Kaledóníu. 

Rachel Legrain Trapani, sem kjörin var ungfrú Frakkland í fyrra, …
Rachel Legrain Trapani, sem kjörin var ungfrú Frakkland í fyrra, krýnir arftaka sinn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir