60 krár á 25 dögum

Reuters

Það styttist í reisu ölþyrstra ferðalanga til fjögurra heimsálfa sem tekur einungis 25 daga en viðkomustaðirnir eru 60 krár í ellefu löndum. Ferðin hefst þann 24. mars næstkomandi í Lundúnum en meðal viðkomustaða er Reykjavík.


Hópurinn verður á Íslandi þann 31. mars en um Reykjavík segir meðal annars á vef ferðalagsins: Verðu viðbúinn frábæru kráarrölti þar sem fólkið er einstaklega fallegt. Kemur fram að næturlífið í Reykjavík sé alveg sérstakt og að borgin sé einn helsti partýstaður heims.

Reykjavík sofi nánast aldrei og það séu einungis þeir sem eru veikir fyrir sem fara snemma í háttinn. Skemmtanalífið byrji yfirleitt ekki fyrr en um miðnætti og endi þegar leiðinlegir ferðamenn fara í morgunverð.

Upplýsingar um ferðalagið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir