Hin fagnandi frægu

Ashlee Simpson og kærastinn Pete Wentz
Ashlee Simpson og kærastinn Pete Wentz

Stjörnurnar slettu svo sannarlega úr klaufunum á gamlárskvöld í „landi hinna frjálsu og hugrökku“, þ.e. Bandaríkjunum, ekki síður en almúginn.

Hin íturvaxna og glaðlynda söngkona Mariah Carey stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kampavín í glasi á TAO-næturklúbbnum í Las Vegas.

Drottning næturlífsins, Paris Hilton, brá sér einnig á klúbb í Vegas, LAX, og skellti þar í sig freyðivíninu. Segir nú í slúðurfréttum að hún hafi daðrað við Kevin Feder- line, fyrrum eiginmann Britneyjar Spears. Spears og Hilton voru mikið á djamminu saman á síðasta ári en það kann að breytast nú, þ.e. ef Hilton hefur læst klónum í Federline. Kannski myndband á leiðinni?

Önnur ljóshærð skvísa, söngkonan Ashlee Simpson, greip í hljóðnema í teiti í The Shore Club í Miami, hoppaði þar og söng af ákafa með kærasta sínum Pete Wentz. Rýma varð þann klúbb vegna of mikils fjölda gesta.

Starfssystir Simpson, Avril Lavigne, skaut tappa úr freyðivínsflösku í Preve Las Vegas-klúbbnum. Leikkonan Pamela Ander- son var ekki eins hress enda nýbúin að sækja um skilnað frá eiginmanni sínum Rick Salomon. Hún var þó gestgjafi í áramótateiti Pure-klúbbsins í Las Vegas, skildi börnin eftir á hótelherbergi (vonandi með barnapíu).

Það var mikið stuð á Times-torgi í New York eins og alltaf á áramótum og mikið um kossaflens. Hermenn í fullum skrúða kysstu þar kærustur og Lenny Kravitz þandi gítarinn líkt og andsetinn væri.

Þá lék Carrie Underwood á raddböndin af kunnáttu, klædd þröngreimuðum gulljakka.

Mariah Carey
Mariah Carey
Hilton systur á djamminu
Hilton systur á djamminu
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson