Tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi segist vera Tom Cruise tónlistariðnaðarins. Segist Bon Jovi vera orðinn leiður á því að horft sé fram hjá honum á tónlistarverðlaunahátíðum líkt og Cruise upplifi í kvikmyndaheiminum.
Jon Bon Jovi hefur selt yfir 120 milljónir hljómplatna á ferlinum. Segir Jon Bon Jovi að hann og félagar hans í hljómsveitinni Bon Jovi séu hvergi nærri hættir og þeir ætli sér að spila áfram saman næstu áratugina og feta þannig í fótspor Rolling Stones.