Murphy og Lohan verstu leikararnir

Eddie Murphy.
Eddie Murphy. Reuters

Leikararnir Eddie Murphy og Lindsay Lohan vilja eflaust gleyma þeim kvikmyndum sem þau léku í á síðasta ári, en í nýrri könnun voru þau Murphy og Lohan valin verstuleikararnir í Hollywood. Um fjórar milljónir tóku þátt í könnuninni.

Murphy fékk falleinkunn fyrir leik sinni í kvikmyndinni Norbit. Þar lék hann þrjár persónur, þ.á.m. konu sem á við offitusjúkdóm að stríða.

Kvikmyndin var valin mesta peningasóunin á síðasta ári. Þetta kemur fram í könnun sem AOL Moviefone framkvæmdi.

Lohan var kjörin versta leikkonan árið 2007. Leikur hennar í kvikmyndinni I Know Who Killed Me þótti arfaslakur.

Matt Damon vinsæll 

Leikarinn Matt Damon þótti hinsvegar standa sig vel á síðasta ári, bæði sem njósnarinn Jason Bourne og sem einn af þjófagenginu í kvikmyndinni Ocean´s Thirteen. Þá var þriðja kvikmyndin um Bourne var einnig valin besta framhaldsmynd ársins 2007.

Shia LeBeouf var valinn besti nýliðinn og hann ásamt leikkonunni Megan Fox voru valin besta tvíeykið, en þau léku saman í kvikmyndinni Transformers. Fox var að auki valin kynþokkafyllsta leikkonan.

Johnny Depp þótti hinsvegar kynþokkafyllsti leikarinn í kvikmyndinni Pirates of the Caribbean: At World's End.

Ralph Fiennes og Angelina Jolie voru svo valin bestu illmenninn, Fiennes lék illmennið í Harry Potter og Fönixreglunni og Jolie í Bjólfskviðu.

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir