Breskir fjölmiðlar fullyrða í dag, að tónlistarmaðurinn Paul McCartney hafi gengist undir hjartaaðgerð. Að sögn blaðsins The Sun fór aðgerðin fram með leynd eftir en um var að ræða kransæðavíkkun.
Blaðið segir að McCartney hafi um nokkurn tíma fundið fyrir vanlíðan og leitað til sérfræðings á Harley Street. Eftir rannsóknir var ákveðið að gera aðgerðina á einkastofu í Lundúnum.
Fréttavefur The Daily Telegraphsegir að aðgerðin hafi verið gerð í haust. The Sun hefur eftir talsmanni Bítilsins fyrrverandi, að um hafi verið að ræða minniháttar læknisaðgerð.
Blaðið hefur eftir ónafngreindum vini McCartneys að hann sé í góðu líkamlegu formi, stundi líkamsrækt og borði hollan mat. Hann hafi alltaf verið við góða heilsu sem sé merkilegt í ljósi poppstjörnulífernis Bítlanna þegar þeir voru upp á sitt besta.
McCartney kom fram á áramótatónleikum í New York um helgina ásamt Kylie Minogue.