Tarantino og Roth í rosa flugeldastuði

Quentin Tarantino
Quentin Tarantino

Bandarísku leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth skemmtu sér gríðarlega vel á gamlárskvöld og -nótt, að sögn góðvinar þeirra og fararstjóra, Eyþórs Guðjónssonar, sem bauð þeim í kvöldmat heim til sín í Kópavoginn á gamlárskvöld.

Roth og Tarantino eru miklir aðdáendur flugeldaskotæðis Íslendinga um áramót og skemmtu sér hið besta við að skjóta upp söguhetjum úr Íslendingasögunum, Gretti sterka og félögum.

Að lokinni skothríð var svo haldið á Rex og djammað langt fram á nótt. Engir skandalar urðu þar, að sögn Eyþórs, allt fór vel fram og enginn að abbast upp á þá félaga þótt frægir séu.

Í gærkvöldi snæddu svo þremenningarnir á Hótel Loftleiðum þar sem nýársdansleikur fór fram. Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi og Eyjólfur Kristjánsson tróð upp með Stefáni Hilmarssyni.

Tarantino heldur af landi brott á morgun en Roth fjórum dögum síðar. Kvikmyndaáhugamenn vilja ólmir vita hvort Tarantino hafi áhuga á því að taka upp kvikmynd á Íslandi eða hvort hann hafi nú þegar slíkt á prjónunum.

Engar slíkar fréttir hafa enn borist frá leikstjóranum en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup