Golden Globe í hættu

Um 20 milljónir manna horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá Golden Globe …
Um 20 milljónir manna horfðu á sjónvarpsútsendinguna frá Golden Globe hátíðinni í fyrra. Reuters

Golden Globe verðlaunaafhendingin, sem á að fara fram í þessum mánuði, er í hættu vegna verkfalls handritshöfunda í Hollywood. Þeir segjast ætla standa verkfallsvörð þar sem hátíðin fer fram.

Skipuleggjendur hátíðarinnar vonuðust til að viðræður við stéttarfélag handritshöfunda (Writers Guild of America) myndu leiða til þess að verðlaunahátíðin yrði haldin án nokkurra vandkvæða. Talsmenn stéttarfélagsins segja hinsvegar að þeir muni standa verkfallsvörð.

Stéttarfélag leikara í Hollywood hefur jafnframt ráðlagt stjörnunum að sniðganga hátíðina þar til lausn hefur fundist á deilunni, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Golden Globe verðlaunin eiga að verða afhent við hátíðlega athöfn sunnudaginn 13. janúar nk. Í fyrra horfðu um 20 milljónir manna á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar