Spjallþættir birtast aftur

Bandarískir spjallþáttastjórnendur sneru aftur á skjáinn í gærkvöldi eftir að þættirnir höfðu verið teknir af dagskrá í tvo mánuði vegna verkfalls handritshöfunda í Hollywood.   

Jay Leno, David Letterman, og Conan O´Brien sneru aftur á skjáinn og voru hinir tveir síðastnefndu orðnir fullskeggjaðir eftir hléið.   

Letterman var sá eini sem sneri aftur með handritsteymi á bak við sig en framleiðslufyrirtæki hans hafði gert sérstakan samning við stéttarfélag handritshöfunda Writers Guild of America

Sagt er frá því á fréttavef Reutersað Leno og O´Brien hafi sagt brandara sem virtust skrifaðir fyrirfram, og að þeir hafi kryddað spjall sitt með stuðningsorðum til handritshöfunda.  

Síðastliðna tvo mánuði hafa eldri spjallþættir verið endursýndir í Bandaríkjunum vegna verkfallsins, sem staðið hefur síðan  5. nóvember 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar