Gengur illa að geta barn

AP

Tom Cruise og Katie Holmes eru að reyna að geta annað barn en árangurinn er enginn. Ætla þau að leita læknisaðstoðar eftir að hafa reynt í nokkra mánuði að fjölga mannkyninu.

Hjónin eiga tuttugu mánaða gamla stúlku, Suri, auk þess sem Cruise á tvö börn fyrir sem hann og fyrrverandi eiginkona hans, Nicole Kidman ættleiddu.

Haft er eftir heimildum breska tímaritsins Now að Katie Holmes sé miður sín vegna þess hve hægt gengur en þau þrái bæði að eignast annað barn. Hefur tímaritið eftir leikkonunni að þau vilji eignast annað barn enda njóti þau foreldrahlutverksins til hins ýtrasta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar