Íslenskur útlendingur ársins verður valinn í miðdegisútvarpinu Hljóðvakinn
Grútvarp á X-inu 97.7 á laugardaginn frá 12-14. Tilnefndir eru 29 þekktir
einstaklingar, sem eiga það sammerkt að hafa einhver tengsl við útlönd.
„Fjölmenningarsamfélagið hefur auðgað okkar menningu og ætti að skilja
húmorinn," segir Gunnar Sigurðsson útvarpsmaður, en hann óttast ekki
viðbrögðin við uppátækinu.
„Eflaust taka einhverjir þetta óstinnt upp. Við
verðum líka með undirflokka. Líklegastur til leiðinda gæti orðið Salman
Tamimi til dæmis, en hann er formaður Félags múslíma. En við óttumst ekki
jihad." Lista Gunnars yfir íslenska útlendinga ársins er í 24 stundum í
dag.