Áhættan borgaði sig ekki

Pamela Anderson unir sér vel í sviðsljósi fjölmiðlanna.
Pamela Anderson unir sér vel í sviðsljósi fjölmiðlanna. Reuters

Á meðan Tommy Lee ákveður hverju hann á að pakka fyrir Íslandsheimsókn sína síðar í mánuðinum leggur fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir, Pamela Anderson, lokahönd á skilnað sinn við Rick Solomon.

Turtildúfunum tókst að róta í öskustó ástareldsins í heila tvo mánuði áður en þau uppgötvuðu að nú væri mál að linnti en upphaf sambands þeirra mun hafa verið herramannsleg uppástunga Solomons um að fella niður pókerskuld Anderson gegn kynlífsgreiða. Þá ku hin barmmikla kynbomba hafa sagt: „Ég borgaði skuld mína með kynlífi og féll svo kylliflöt fyrir honum. Þetta er svooooo rómantískt.“

Anderson var á þessum tíma aðstoðarkona töframannsins Hans Kloks í Las Vegas og í klukkustundarlöngu hléi á milli sýninga giftist hún Solomon. Solomon þessi hefur helst unnið sér það til frægðar að vera einkar lunkinn pókerspilari en þar fyrir utan hefur honum tekist að giftast bæði Shannen Doherty og Elizabeth Daily. Þá „lék“ hann aðalhlutverkið í myndbandinu „One Night in Paris“ sem ekki skal á nokkurn hátt ruglað við tónlistarmyndband Antons Corbijns með Depeche Mode. Þetta hjónaband Pamelu er það þriðja sem siglir í strand en þar áður hefur hún verið gift fyrrnefndum Tommy Lee og rokkaranum Kid Rock.

Rick Solomon.
Rick Solomon.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar