Eli Roth er spenntur fyrir því að kvikmyndaver verði reist í Reykjavík og telur að það gæti opnað fyrir flóðgáttir erlendra kvikmyndagerðarmanna sem myndu hafa áhuga á að taka upp í borginni. Hann segir höfuðborgina mun betri kost en Keflavík, því lifandi borgarlíf sé mikill kostur fyrir leikara og tökulið sem eyða stórum hluta starfsævinnar á fjarlægum slóðum.