„Gagnrýnendur eiga að vera mannbætandi“

Jón Viðar Jónsson
Jón Viðar Jónsson mbl.is/G. Rúnar

Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnandi DV, er ekki lengur á boðsgestalista á frumsýningar í Borgarleikhúsinu. Það er þó ekki svo að honum hafi verið bannaður aðgangur að leikhúsinu, eins fram kom í sjónvarpsfréttum RÚV í gær; hann þarf einfaldlega að borga miðann sinn sjálfur, að sögn Guðjóns Pedersens leikhússtjóra.

Líð ekki dónaskap við gesti

Leikhússtjóra er í sjálfsvald sett hverjir eru á boðsgestalistum leikhússins. En spurning er hvers vegna Jón Viðar, einn gagnrýnenda er tekinn af listanum. Hefði sá gjörningur ekki þurft að ganga yfir alla gagnrýnendur?

„Listinn yfir þá sem boðið er á frumsýningar er breytilegur, og við tökum hann í gegn árlega. Vissir embættismenn borgarinnar fá sinn fasta miða, og oft hafa gagnrýnendur fengið miða á frumsýningar. Ef Jón vill gagnrýna sýningar okkar áfram getur hann keypt sinn miða sjálfur. Ef ég tæki alla gagnrýnendur af listanum væri ég að setja út á þá alla, og það er ég ekki að gera. Þetta snýst einfaldlega ekki um gagnrýni leiksýninga, heldur um viðmót eins gagnrýnanda við gesti Borgarleikhússins.“

Jón vísar á DV

Ekki deilt um hæfni Jóns

Spurður um hverju gagnrýni ætti að þjóna; leikverkinu, aðstandendum sýningar, leikhúsfræðum, lesendum blaðsins eða öðru, segir Reynir gagnrýnina hljóta að miðast við að upplýsa lesendur blaðsins. „Hann er að segja lesendum okkar hvernig verkið kemur honum fyrir sjónir. Gagnrýnandinn er ekki að skrifa á forsendum leikhússins. Hann hlýtur að skrifa um það sem leikhúsgestir þurfa að vita. Þetta eru leiðbeinandi skrif, en auðvitað öðrum þræði fyrir þá sem standa að sýningunni. Hann krítiserar kannski leiktjöld, tónlist eða slíkt og þá læra menn vonandi af því. Þetta er eins og hver önnur gagnrýni; sá sem gagnrýnir bækur gerir það ekki fyrir höfundana heldur fyrir lesendur. En gagnrýnendur eiga að vera mannbætandi. Leikari sem fer illa út úr krítík á að geta lært af því og orðið vonandi betri leikari á eftir.“

Spurður um þá fullyrðingu Guðjóns Pedersens að málið snúist ekki um gagnrýni á leiksýningar heldur um orð hans í garð leikhúsgesta, segir Reynir hana fyrirslátt.

„Þetta er þvættingur. Jón Viðar dregur upp myndræna lýsingu á því að almenningur snúi baki við leikhúsinu því sýningarnar séu svo lélegar. Ég held að þetta sé algjör fyrirsláttur, vegna þess að leikhússtjórinn er bara ævareiður út af krítíkinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup