Hæfileikakeppni hunda

Þessi hundur var ekki með sviðsskrekk.
Þessi hundur var ekki með sviðsskrekk. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hæfileikakeppni hunda fer nú fram í húsnæði B&L að Grjóthálsi í Reykjavík að sögn aðstandenda keppninnar taka um 70 hundar og eigendur þeirra þátt í fjörlegri keppni þar sem hundarnir sýna ýmsar kúnstir. Keppt er í ýmsum flokkum og velur dómnefnd til dæmis þann hund sem þykir líkastur eiganda sínum.

„Það er ekki verið að keppa í hreinræktun og ættbókarfærslum," sagði Andrés Björnsson kynningastjóri hjá B&L. Hann sagði að keppt væri í flokknum mesta krúttið og Hollywood hundinn það er að segja sá hundur valinn sem líklegastur þykir til að eiga frama í Hollywood.

Andrés áætlaði að um 400 manns væru viðstaddir þessa keppni og að margir væru með hundana sína með sér þó þeir tækju ekki þátt í keppninni og að það væru allir hundar ákaflega stilltir og prúðir.

Keppnin er liður í auglýsingaátaki B&L sem kynnir nýjan Hyundai bíl þar sem hundar leika í öllum auglýsingum og höfðað er til hundaeigenda sem og annarra neytenda.

Dómarar í keppninni eru Brynja Tomer, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup