Drakk kampavín af stút

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. AP

Leikkonan Lindsey Lohan sem nýverið lauk við þriðju meðferð sína eftir að hafa verið handtekin í sumar fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og hafa kókaín í fórum sínum, sást drekka kampavín á gamlárskvöld.

Lohan var þá stödd á Ítalíu og náðist á filmu þegar hún drakk hinn dýra mjöð beint af stút.

Lögmaður Lohan, Blair Berk, sagði þetta um atvikið: „Eftir að hafa tekið sopa af kampavínsflösku sem henni var rétt á dansgólfi á skemmtistað á Ítalíu á gamlárskvöld hringdi hún strax í meðferðarfulltrúa sinn og kom sér aftur á rétt spor.“

Lohan var nýlega kosin versta leikkona ársins 2007. Illa gengur að fjármagna nýjustu mynd hennar, Dare To Love Me, en framleiðendur myndarinnar segja þau vandræði ekkert tengjast þátttöku Lohan í henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar