Breska hljómsveitin Coldplay íhugar að segja upp útgáfusamningi við EMI Records. Með því fetar hljómsveitin í fótspor Bítilsins Paul McCartney og Radiohead.
Coldplay hefur ekki staðfest fregnir um að hljómsveitin ætli að yfirgefa EMI en talið er að miklar hræringar í úgáfu á hljómdiskum geri það að verkum að Coldplay þurfi ekki lengur á útgáfufyrirtækinu að halda.