Björk spilar í hinni frægu Budokan-höll

Björk á sviði.
Björk á sviði. AP

Heimstónleikaferðalag Bjarkar heldur áfram í næstu viku eftir dágott jólafrí. Þá er ferðinni heitið suður og austur á bóginn til Ástralíu og Nýja-Sjálands þar sem Björk kemur fram á Big Day Out-tónleikahátíðinni sem er einskonar farandtónleikahátíð sem haldin er ár hvert þar um slóðir. Frá Ástralíu liggur svo leiðin til Japans með stuttri viðkomu í Suður-Kóru, en í Japan kemur tónlistarkonan fram á tvennum tónleikum í hinni frægu tónleikahöll Budokan. Höllin er hvað helst fræg fyrir að vera sá staður þar sem Bítlarnir héldu sína fyrstu tónleika í Japan, og svo má ekki gleyma hinni stórgóðu plötu Dylans At Budokan sem er fyrir löngu orðin víðfræg.

Á meðal annarra þekktra sveita sem troðið hafa upp í Budokan má nefna ABBA, Kiss, Guns 'N Roses, Ozzy Osbourne og fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup