„Heimurinn er orðinn þannig í dag að fólk nennir ekki að lesa langar og þreyttar fréttir, það vill bara fá stuttar upplýsingar um það sem er að gerast og sjá myndir," segir knattspyrnudómarinn Garðar Örn Hinriksson.Garðar Örn og Hrafnkell Ingólfsson opna á næstunni slúðursíðuna Gossip.is þar sem þeir birta slúður af innlendum og erlendum vettvangi. „Slúðrið verður að stærstum hluta erlent," segir Garðar. „Við erum nýfarnir af stað og erum í augnablikinu að þróa það hvað kemur til með að vera á síðunni."Slúðurfréttir eru gríðarlega vinsælt lesefni og toppa iðulega vinsældarlista vefmiðla landsins. Fæstir viðurkenna þó að þeir lesi slúður svo það má velta fyrir sér hvort markaður sé fyrir vefsíðu sem birtir eingöngu slúður.
„Það er fullt af fólki sem hefur gaman af slúðri og er gaman að slúðra um," segir Garðar og bætir við að það komi í ljós hvort markaður sé fyrir síðunni. "Það er enginn annar hérna heima með svona slúðursíðu. Blöðin birta fjórar til fimm fréttir á dag og eins netmiðlarnir."