Leikfélag Akureyrar segir, að nánast sé orðið uppselt á 15 sýningar á leikritinu Fló á skinni, sem frumsýnt verður 8. febrúar. Forsala miða hófst hjá leikfélaginu í gær og segir félagið að aldrei fyrr hafi fleiri miðar verið seldir á einum degi hjá leikhúsinu. Hafa nærri 3000 miðar selst.
Fló á skinni hefur oft áður verið sett upp í íslensku leikhúsi en mun birast á sviði Leikfélags Akureyrar í nýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er María Sigurðardóttir sem meðal annars leikstýrði Sex í sveit hjá Borgarleikhúsinu.