Britney verði svipt sjálfræði

Britney með eins árs son sinn, Jayden James.
Britney með eins árs son sinn, Jayden James. AP

Ætt­ingj­ar og vin­ir Brit­n­eyj­ar Spe­ars eru staðráðnir í að sjá svo um að hún verði lögð inn á geðsjúkra­hús. Segja þeir sem næst henni standa, þ.á m. for­eldr­ar henn­ar, að hún þjá­ist af al­var­legri geðhvarfa­sýki og þurfi á lækn­is­hjálp að halda.

Nán­ustu ætt­ingj­ar Brit­n­eyj­ar hafa svo mikl­ar áhyggj­ur af henni að þeir eru reiðubún­ir að leita til dóm­stóla og fara fram á að hún verði svipt sjálfræði í þrjá daga, en slík svipt­ing er heim­il sam­kvæmt heil­brigðis­reglu­gerð í Kali­forn­íu.

For­send­ur sjálfræðis­svipt­ing­ar eru að ein­stak­ling­ur­inn sem svipt­ur er telj­ist hættu­leg­ur sjálf­um sér eða öðrum. Haft er eft­ir vini fjöl­skyld­unn­ar að ef Brit­ney verði svipt sjálfræði með þess­um hætti geti for­eldr­ar henn­ar farið fram á það við dóm­stóla að fá „vernd­ar­for­sjá“ yfir henni, sem þýddi í raun að for­eldr­ar henn­ar hefðu laga­legt for­ræði yfir henni.

Ef til þessa kæmi væri hægt að leggja Brit­n­eyju inn á geðsjúkra­hús gegn vilja henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er kominn tími til þess að þú dragir þig í hlé frá ákveðnum málum og leyfir öðrum að taka við. Fólk er misjafnlega tilbúið til að hlusta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er kominn tími til þess að þú dragir þig í hlé frá ákveðnum málum og leyfir öðrum að taka við. Fólk er misjafnlega tilbúið til að hlusta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir