Fjölskylda Britney reiðist Dr.Phil

Britney var lögð inn á sjúkrahús eftir að hún neitaði …
Britney var lögð inn á sjúkrahús eftir að hún neitaði að láta börn sín af hendi. Dr.Phil vildi fjalla um mál hennar í þætti sínum. AP

Fjölskylda Britney Spears gagnrýnir sjónvarpssálfræðinginn Dr.Phil fyrir að tala opinberlega um heimsókn sína til Britney þegar hún var á sjúkrahúsi og segja hann hafa svikið þau. 

Talsmaður fjölskyldunnar segir Dr. Phil hafa misnotað aðstöðu sína, og notað vandræði Britney til þess að auglýsa þáttinn sinn. 

„Fjölskylda Britney treysti honum og tók boði hans um að hjálpa henni, en hann fékk enga heimild til þess að fara með málið í fjölmiðla og búa til einhvers konar sýningu,” sagði talsmaður móður Britney. 

Segir talmaður fjölskyldunnar að Dr. Phil geri lítið úr sambandi þeirra við Britney.

Dr. Phil hætti í vikunni við að gera þátt um vandamál Britney að beiðni föður Spears, en segist hafa ætlað að fjalla um málið vegna alvarleika þess, og að einhver þurfi að koma henni til hjálpar þar sem hún þurfi á sálfræðilegri aðstoð að halda.  

Bandaríski sjónvarpssálfræðingurinn Phil McGraw segist hafa viljað fjalla um mál …
Bandaríski sjónvarpssálfræðingurinn Phil McGraw segist hafa viljað fjalla um mál Britney vegna alvarleika þess. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir