Jennifer leitar til vina um sæðisgjöf

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AP

Fregnir herma að Jennifer Aniston þrái mjög að eignast barn og ætli að leita til vina sinna um sæðisgjöf. Hefur hún trúað vinkonu sinni, Courtney Cox, fyrir því, að hún hafi áhuga á að fá einhvern vina sinna til að hjálpa sér við að verða barnshafandi.

Jennifer er 38 ára. Haft er eftir heimildamanni sem þekkir leikkonuna vel: „Klukkan er farin að tifa ótt og títt og Jen vegur nú og metur eiginleika allra karlmanna sem hún þekkir til að geta sem fyrst tekið ákvörðun um hver þeirra henti best sem sæðisgjafi.“

Útlit, vitsmunir og persónuleiki skipti allt máli vegna þess að hún vilji eignast falleg, greind börn til að fullkomna líf sitt.

„Þegar hún hefur ákveðið sig mun hún koma einhverjum piparsveininum á óvart með því að biðja hann, með því fororði að hún vilji ekki giftast - einungis eignast barn!“

Orðrómur er á kreiki um að þeir sem til greina komi séu m.a. núverandi meintur kærasti hennar, leikarinn Jason Lewis, og fyrrverandi kærastar, Paul Sculfor og Vince Vaughn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan