Norska fyrirsætan Birgitte Marielle Kinn Rustad hefur að undanförnu vakið talsverða athygli í heimalandi sínu en hún fór með sigur af hólmi í bandarískri fyrirsætukeppni. Fram kemur í norskum fjölmiðlum, að Birgitte sé skyld Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, en hann er norskur í föðurætt.
Birgitte Marielle er 22 ára og hefur starfað sem barnakennari. Á norskum fréttavefjum kemur fram, að hún hafi tekið þátt í keppninni Girl of the Month í Bandaríkjunum og 200 þúsund netnotendur hafi greitt henni atkvæði á netsíðunni Break.com.