Paris Hilton drakk íslenskt vatn í grjótinu

Paris Hilton eftir fangavistina á síðasta ári.
Paris Hilton eftir fangavistina á síðasta ári. Reuters

„Þegar Paris Hilton fór í fangelsi þá hélt hún á flöskunni okkar - og líka þegar hún kom út. Þá kom einn með setninguna: Ahh, taste of freedom," segir athafnamaðurinn Jón Ólafsson um eftirminnilega fangelsivist Paris Hilton á síðasta ári.Vatn þeirra feðga Jóns og Kristjáns, Icelandic Glacial, vekur sífellt meiri athygli í Bandaríkjunum.

Fjölmiðlar greindu frá því í gær að fjölmiðlafyrirtækið BevNET valdi Icelandic Glacial besta vatn ársins 2007, en BevNET gefur út tímaritið Beverage Spectrum sem er að sögn Jóns „biblía drykkjarvörubransans" í Bandaríkjunum.

Jón segir að þeir feðgar hafi ákveðið að selja vatn sem yrði það flottasta og dýrasta í heiminum, en markaðssetning í Bandaríkjunum gengur mikið út á að koma vörunni fyrir í stjörnuborginni Hollywood.

„Við hugsum þetta þannig að vatnið sé alls staðar þar sem stjörnurnar eru," segir Jón.  „Icelandic Glacial er í mörgum kvikmyndum sem eru að koma út núna. Til dæmis Mamma Mia!, Abba-myndinni sem verður frumsýnd í sumar."

Mamma Mia! skartar stórstjörnunum Meryl Streep, Pierce Brosnan og Colin Firth.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir