Paris Hilton drakk íslenskt vatn í grjótinu

Paris Hilton eftir fangavistina á síðasta ári.
Paris Hilton eftir fangavistina á síðasta ári. Reuters

„Þegar Paris Hilton fór í fangelsi þá hélt hún á flöskunni okkar - og líka þegar hún kom út. Þá kom einn með setninguna: Ahh, taste of freedom," segir athafnamaðurinn Jón Ólafsson um eftirminnilega fangelsivist Paris Hilton á síðasta ári.Vatn þeirra feðga Jóns og Kristjáns, Icelandic Glacial, vekur sífellt meiri athygli í Bandaríkjunum.

Fjölmiðlar greindu frá því í gær að fjölmiðlafyrirtækið BevNET valdi Icelandic Glacial besta vatn ársins 2007, en BevNET gefur út tímaritið Beverage Spectrum sem er að sögn Jóns „biblía drykkjarvörubransans" í Bandaríkjunum.

Jón segir að þeir feðgar hafi ákveðið að selja vatn sem yrði það flottasta og dýrasta í heiminum, en markaðssetning í Bandaríkjunum gengur mikið út á að koma vörunni fyrir í stjörnuborginni Hollywood.

„Við hugsum þetta þannig að vatnið sé alls staðar þar sem stjörnurnar eru," segir Jón.  „Icelandic Glacial er í mörgum kvikmyndum sem eru að koma út núna. Til dæmis Mamma Mia!, Abba-myndinni sem verður frumsýnd í sumar."

Mamma Mia! skartar stórstjörnunum Meryl Streep, Pierce Brosnan og Colin Firth.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar